Stillingar fyrir hreyfimyndir
Í myndupptöku er hægt að velja á milli tveggja stillinga:
Uppsetning hreyfim.
stillingar og aðalstillingar.
Upplýsingar um hvernig á að breyta
Uppsetning hreyfim.
stillingum er að finna í ‘Stilling lita og lýsingar’, á bls. 39.
Stillingar á uppsetningu breytast aftur yfir í sjálfvaldar
stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar
eru þær sömu þar til þeim er breytt aftur. Til að breyta
aðalstillingunum skaltu velja
Valkostir
>
Stillingar
og svo
úr eftirfarandi:
Hljóðupptaka
—Veldu
Virkt
ef þú vilt bæði taka upp hljóð
og mynd.
Gæði hreyfimynda
—Stilltu gæði myndinnskotsins á
Há
,
Venjuleg
eða
Samnýting
. Ef þú velur
Há
eða
Venjuleg
takmarkast lengd myndupptökunnar af geymsluplássinu á
minniskortinu, eða allt að einni klst. fyrir hvert
myndinnskot. Ef þú vilt skoða hreyfimyndina í sjónvarpi
eða í tölvu skaltu velja
Há
myndgæði, með CIF upplausn
(352x288) og á .mp4-sniði.
Ekki er hægt að senda myndinnskot sem eru vistuð á
.mp4-sniði í margmiðlunarskilaboðum. Ef þú vilt skoða
myndinnskotið í farsíma skaltu velja
Venjuleg
, með QCIF-
upplausn (176x144) og á .3gpp-sniði. Til að senda
myndinnskotið í MMS eða með samnýtingu skaltu velja
Samnýting
(QCIF-upplausn, .3gpp-skráarsnið). Sjá
‘Samnýting hreyfimynda’ á bls. 25.
Venjuleg
myndinnskot getur að hámarki verið 300 KB að
stærð (u.þ.b. 20 sekúndur að lengd) til að hægt sé að senda
það í margmiðlunarskilaboðum í samhæf tæki. Sum
símkerfi kunna þó einungis að styðja sendingu
margmiðlunarskilaboða sem eru að hámarki 100 kB.
Þjónustuveitan eða símafyrirtækið gefur nánari
upplýsingar.
Setja inn í albúm
—Veldu hvort þú vilt vista myndinnskotið
í ákveðnu albúmi í
Gallerí
. Veldu
Já
til að opna lista yfir
albúmin sem standa til boða.
Sýna uppt. hreyfim.
—Veldu hvort þú vilt að
myndinnskotið sé spilað sjálfkrafa að upptöku lokinni.
Minni í notkun
—Veldu sjálfgefið geymsluminni: minni
símans eða minniskort.